Komdu á JólaDiskó á Thorsplani

Þennan síðasta föstudag fyrir jól býður jólabærinn Hafnarfjörður þér og þínum á jóladiskó. Hinn eini sanni Júlli í JúllaDiskó þeytir skífum fyrir gesti og gangandi. Jólaþorpið á föstudagskvöldi er öðruvísi  og góð skemmtun og tilvalið fyrir vinahópa og eldri hluta fjölskyldunnar. Tilvalið áður eða eftir að farið er út að borða, á kaffihús, í verslunarleiðangur, á JólaHólm, á Hjartasvellið, í Hellisgerði eða Jólahjartað. Það er svo margt í boði!

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið frá kl.17-20 og diskóið hefst kl.18.

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Ábendingagátt