Skjóða

Komdu á jólaball með Skjóðu og Langlegg á Thorsplani

Þorláksmessa er síðasti opnunardagur Jólaþorpsins í Hafnarfirði þessi jólin og jólabærinn Hafnarfjörður býður þér og þínum á jólaball. Skjóða systir jólasveinanna stýrir söng og dansi ásamt bróður sínum Langlegg. Jólasveinar og Grýla verða einnig á ferð og hver veit nema börnin fái smá glaðning. Ballið byrjar kl.15:30 á Thorsplani.

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Ábendingagátt