Vantar þig ennþá að klára að kaupa jólagjafir? Þarftu að losa þig við flík eða finna jóladressið? Eða langar þig einfaldlega að selja listaverkin þín?

Þann 5 des kl. 17:00-20:00 býður Nýsköpunarsetrið á jólamarkað í Kubbinum. Þar gefst þátttakendum og gestum tækifæri á að finna,
jólaskraut, fatnað og listaverk eða jólagjöfum, á umhverfisvænan og skapandi hátt- með því að skipta, selja eða kaupa á viðráðanlegu verði.

Allir eru hvattir til að koma með notaðar, heillegar og snyrtilegar vörur, jafn vel í anda jólanna og taka þátt í að skapa fallega og sjálfbæra jólahefð.

Listafólki gefst einnig kostur á að selja eigin verk í þessu hlýlega og fjölbreytta umhverfi – frábær leið til að styðja við heimafólk og finna einstakar jólagjafir með persónulegu ívafi.

Við hlökkum til sjálfbærra og skapandi hátíða, með þinni hjálp!

 

Menntasetrið er opið frá 9-22 alla virka daga.
Starfsemi Menntasetursis er eftirfarandi:
Nýsköpunarsetrið er opið 9-19 alla daga og Hreiðrið ungmennahús ásamt Músík við Lækin opin frá 14-22 alla virka daga

Ábendingagátt