Komdu að njóta með okkur!  

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnaði um miðjan nóvember þegar ljósin voru tendruð á Cuxhaven-jólatrénu á nýjum stað í jólabænum!  Jólaþorpið iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn um helgar og Grýla verður einnig á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.

 

Dagskrá helgarinnar

 

Föstudagur 20. desember
  • Bara orkudrykkur frá Ölgerðinni í boði fyrir gesti og gangandi í upplifunarhúsinu á Thorsplani.
Laugardagur 21. desember
  • Kl. 13 – 18 Upplifunarhúsið – Von harðfiskverkun verður á svæðinu, býður uppá smakk og fallegar gjafaöskjur – tilvaldar fyrir þau sem eiga allt!
  • Kl. 14 – 15 Stella segir bless – Gunnar Helgason er í hópi vinsælustu barnabókahöfunda landsins og bókaflokkurinn um Stellu hefur slegið rækilega í gegn. Hann verður á svæðinu með nýjustu Stellu bókina til sölu og áritar!
  • Kl. 15 Kór Öldutónsskóla syngur nokkur lög á sviðinu á Thorsplani
Sunnudagur 22. desember 
  • Kl. 13 – 18 Upplifunarhúsið – Ramba store ásamt Mómama taka vel á móti ykkur
  • Kl. 15  Jólaglens frá Listdansskóla Hafnarfjarðar
Mánudagur 23. desember – Þorláksmessa
  • Kl. 13 – 21 Upplifunarhúsið – Trefjar verða á svæðinu með eldstæðin sín
  • Kl. 15:15 Sigga Ózk tekur nokkur falleg jólalög
  • Kl. 15:30 Langleggur og Skjóða frá leikhópnum Lottu skemmta á Thorsplani
  • Kl. 16 Jólakór Ungleikhússins
  • Kl. 17 Jólaratleikur Hafnarfjarðar – viðurkenningarafhending fyrir þátttöku
  • Kl. 19 Jólaganga frá Ægi að Thorsplani
  • Kl. 19:30 Kammerkór Hafnarfjarðar
  • Kl. 19:45 Rakel Björk syngur falleg jólalög
  • Kl. 20:00 Klara Elíasar flytur jólalög ásamt undirleikara

————————————————————–

Fastir liðir öll jólin í Hafnarfirði

 

Kaffihús í Hellisgerði, Hjartasvell og tívolí

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar frá og með 15. nóvember; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 21 á Þorláksmessu. Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld. Sérstök athygli er vakin á því að Hjartasvellið og tívolí við Venusarhúsið Strandgötu 11 eru opin allar helgar fram að jólum. 

JólaHjarta Hafnarfjarðar

Fimmtudaga – laugardaga frá kl. 17-22. Jólahjarta Hafnarfjarðar í aðventuhátíðartjaldi á bak við Bæjarbíó. Tilvalið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa og vinahópa að mæta á svæðið og fá sér matarbita og jóladrykk með. Hægt verður að kaupa Jóla-humarsúpu Tilverunnar frá kl. 17 -20 alla opnunardagana.

Ratleikur í miðbænum 

Taktu þátt í jólaratleik í Jólaþorpinu og finndu sveinana þrettán, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn! Leikurinn gengur út á að finna fígúrurnar þrettán á ljósastaurum í miðbænum. Og hvernig spilum við leikinn? Jú, hjá hverjum staur er spjald með nafni jólasveinsins og QR kóði. Hann á að skanna inn til að finna réttan bókstaf sem skrifa á niður og safna saman. Stafirnir mynda svo stutta setningu sem skila þarf inn rafrænt. Hjálparblað má fá á Bókasafninu, Byggðasafninu, Hafnarborg og í gróðurhúsunum á Thorsplani eða sækja hér. Hægt verður að taka þátt út 22. desember. Veitt verða þátttökuverðlaun á Þorláksmessu. Sjá nánar hér.

Þú finnur jólaandann hjá okkur  

Jólabærinn og Jólaþorpið iða allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin á Thorsplani eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan notið er gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Er það gert til að dreifa umferð gangandi vegfaranda um miðbæinn og tryggja öryggi góðra gesta  

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður

Við tökum hlýlega á móti þér og þínum! 

Ábendingagátt