Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Jólaþorpið í Hafnarfirði opnaði um miðjan nóvember þegar ljósin voru tendruð á Cuxhaven-jólatrénu á nýjum stað í jólabænum! Jólaþorpið iðar allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan þú nýtur gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn um helgar og Grýla verður einnig á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið.
————————————————————–
Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar frá og með 15. nóvember; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 21 á Þorláksmessu. Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld. Sérstök athygli er vakin á því að Hjartasvellið og tívolí við Venusarhúsið Strandgötu 11 eru opin allar helgar fram að jólum.
Fimmtudaga – laugardaga frá kl. 17-22. Jólahjarta Hafnarfjarðar í aðventuhátíðartjaldi á bak við Bæjarbíó. Tilvalið fyrir mömmur og pabba, ömmur og afa og vinahópa að mæta á svæðið og fá sér matarbita og jóladrykk með. Hægt verður að kaupa Jóla-humarsúpu Tilverunnar frá kl. 17 -20 alla opnunardagana.
Taktu þátt í jólaratleik í Jólaþorpinu og finndu sveinana þrettán, Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn! Leikurinn gengur út á að finna fígúrurnar þrettán á ljósastaurum í miðbænum. Og hvernig spilum við leikinn? Jú, hjá hverjum staur er spjald með nafni jólasveinsins og QR kóði. Hann á að skanna inn til að finna réttan bókstaf sem skrifa á niður og safna saman. Stafirnir mynda svo stutta setningu sem skila þarf inn rafrænt. Hjálparblað má fá á Bókasafninu, Byggðasafninu, Hafnarborg og í gróðurhúsunum á Thorsplani eða sækja hér. Hægt verður að taka þátt út 22. desember. Veitt verða þátttökuverðlaun á Þorláksmessu. Sjá nánar hér.
Jólabærinn og Jólaþorpið iða allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin á Thorsplani eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan notið er gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Er það gert til að dreifa umferð gangandi vegfaranda um miðbæinn og tryggja öryggi góðra gesta
Við erum jólabærinn Hafnarfjörður
Jólin kvödd með dansi og söng á Thorsplani! Saman kveðjum við jólin og árið 2024 með dansi og söng á…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Fyrirtækið Trefjar setja upp sauna-klefi á Langeyrarmalir…