Komdu að njóta með okkur!  

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani föstudaginn 15. nóvember þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu. Sendiherra Þýskalands, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven sjá um að tendra ljósin á trénu. Jólatréið er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi til 36 ára, og mun það lýsa upp Jólaþorpið á nýjum stað í desember  

Kaffihús í Hellisgerði, Hjartasvell og tívolí

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar frá og með 15. nóvember. Föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18. Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld. Sérstök athygli er vakin á því að Hjartasvellið og tívolí við Venusarhúsið Strandgötu 11 eru opin allar helgar fram að jólum. 

————————————————————–

 

Föstudagur 15. nóvember  

  • Kl. 17:00 Jólaþorpið opnar
  • Kl. 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
  • Kl. 18:15 Karlakórinn Þrestir
  • Kl. 18:30 Tendrun ljósanna á Cuxhaven jólatrénu
  • Kl. 18:40 Jól í skókassa – Gunni og Felix ásamt Tónafljóðum 

Laugardagur 16. nóvember  

  • Kl. 15:30 Föndurstund á Bókasafni Hafnarfjarðar  
  • Kl. 16:30 Luktarganga St. Martin frá Bókasafni Hafnarfjarðar í Hellisgerði  

Sunnudagur 17. nóvember á Thorsplani  

  • Kl. 15:00 Sögustund með Sveinka á Thorsplani  

 

————————————————————–

Þú finnur jólaandann hjá okkur  

Jólabærinn og Jólaþorpið iða allt af lífi og fjöri fyrir jólin og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin á Thorsplani eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Þar er tilvalið að leita að hinni fullkomnu jólagjöf á meðan notið er gómsætra veitinga sem ylja að innan. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum. Strandgata frá Lækjargötu að Linnetstíg breytist í göngugötu á meðan Jólaþorpið er opið. Er það gert til að dreifa umferð gangandi vegfaranda um miðbæinn og tryggja öryggi góðra gesta  

 

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður

Við tökum hlýlega á móti þér og þínum! 

Ábendingagátt