Hátíðleg dagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á opnunarkvöldi!

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani föstudaginn 15. nóvember þegar ljósin verða tendruð á Cuxhaven-jólatrénu. Sendiherra Þýskalands, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og formaður vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven sjá um að tendra ljósin á trénu. Jólatréið er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi til 36 ára, og mun það lýsa upp Jólaþorpið á nýjum stað í desember

Kl. 17:00 Jólaþorpið opnar
Kl. 18:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar
Kl. 18:15 Karlakórinn Þrestir
Kl. 18:30 Tendrun ljósanna á Cuxhaven jólatrénu
Kl. 18:40 Jól í skókassa – Gunni og Felix ásamt Tónafljóðum

Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði verður opið allar helgar frá og með 15. nóvember. Föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18. Kaffihúsið í Hellisgerði verður opið á opnunartíma Jólaþorpsins og alltaf til kl. 20 þau kvöld. Sérstök athygli er vakin á því að Hjartasvellið og tívolí við Venusarhúsið Strandgötu 11 eru opin allar helgar fram að jólum.

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður
Við tökum hlýlega á móti þér og þínum!

Allt um jólabæinn Hafnarfjörð 👉 hfj.is/jol

Jólaþorpið í Hafnarfirði er á Facebook

Ábendingagátt