Kvennakór HFJ

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur jólatónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 7. desember. Auk kórsins koma fram á tónleikunum hljóðfæraleikararnir Grímur Sigurðsson sem leikur á bassa, Gunnar Ringsted á gítar, Gísli Gamm á trommur og Rósa Jóhannesdóttir á fiðlu.

 

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og verða miðar seldir við innganginn. Miðaverð er 3.500 kr. en frítt er fyrir börn tólf ara og yngri. Í tónleikahléi verður gestum boðið upp á kaffi og konfekt.

Ábendingagátt