Uppskeruhátíð skapandi sumarstarfa: Jóladagatal á bókarformi

Rithöfundurinn Hremma mun lesa nokkra kafla úr jóladagatali sínu Jólaævintýri Kötlu og Leós. Öll ahugasöm á öllum aldri eru hvött til að mæta í ungmennahúsið Hamrinn og eiga þar notalega samveru- og sögustund í aðdraganda jóla.

„Jólaævintýri Kötlu og Leós“ fjallar um ævintýri systkinanna, Kötlu og Leó, og pabba þeirra, Grím og Kára, í aðdraganda jólanna. Fjölskyldan kveikir á fjórum aðventukertum, verslar jólagjafir í Kringlunni og krakkarnir fá gjafir í skóinn frá 13 þekktum bræðrum. Á Þorláksmessu borða þau skötu og á aðfangadag er jólamaturinn klukkan sex, strax eftir að bjöllurnar hringja í útvarpinu. Systkinin komast að leyndarmáli jólasveinanna og uppgötva að jólin eru í hættu. Einnig koma við sögu jarðhræringar, björgunarleiðangur og tilraun Grýlu til að læra á snjallsíma. Allar sögur Hremmu innihalda fjölbreyttar persónur og Jólaævintýri Kötlu og Leós er þar engin undantekning. Sagan endurspeglar hversdagslegan fjölbreytileika og séríslenskar jólahefðir.

Ævintýrið um Kötlu og Leó var valið til að vera Jóladagatal Borgarbókasafnsins og Bókmenntaborgarinnar 2022. Styttri útgáfa sögunnar mun því birtast daglega í desember fram að aðfangadag.
Ábendingagátt