
KÁTT Á VÍÐISTAÐATÚNI 27.JÚLÍ/ CHILDREN FESTIVAL JULY 27th 



Barnahátíðin Kátt (áður á Klambra), sem stofnuð var 2016 og haldin árlega til ársins 2019, verður haldin í fimmta sinn í sumar nú á Víðistaðatúni í Hafnarfirði 

Markmið okkar er að bjóða börnum á öllum aldri og fólkinu þeirra upp á veglega hátíð þar sem barnamenningu er gert hátt undir höfði. Svæðið er hannað út frá þörfum barna með það í huga að börn fái frelsi til að leika sér út frá eigin forsendum.
Við ýtum undir að allt fullorðna fólkið finni barnið innra með sér og leiki sér með börnunum 




Markmið okkar er að bjóða börnum upp á veglega og flotta sumarhátíð með fjölbreyttri hátíðardagskrá á sviði
og túni
og ævintýralegum
og fræðandi smiðjum
þar sem börn og fólkið þeirra fá tækifæri til þess að taka virkan þátt og kynnast einhverju nýju og óvæntu 





Nú er loksins kominn tími til að endurtaka leikinn
og getum við ekki beðið eftir að skemmta okkur með ykkur á Víðistaðatúni 27. júlí næstkomandi

Við hlökkum til að sjá ykkur í sumar!






























