Aðgangur ókeypis og öll velkomin

Kirkjuhlaup Skokkhóps Hauka og Ástjarnarkirkju verður að venju í Hafnarfirði á annan í jólum. Skokkhópur Hauka og Ástjarnarkirkja bjóða öllum í árlegt Kirkjuhlaup sem hefst kl. 10:00 með stuttri hugvekju í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju á Kirkjuvöllum 1. Lagt verður af stað í hlaupið kl. ca 10:30. Það hlaupa allir á sínum hraða, þeir sem fara lengst hlaupa 14 km en auðvelt er að stytta, t.d. með því að sleppa Garðakirkju en þá verður leiðin um 10 km og einnig má stytta við Fríkirkjuna.
Einnig er hægt að ganga þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Komið verður við á eftirfarandi stöðum:
1. Ástjarnarkirkju
2. Kapellan í Hafnarfjarðarkirkjugarði
3. Kaþólsku Kirkjunni
4. Klaustrið
5. Fríkirkjunni
6. Víðistaðakirkju
7. Garðakirkju
8. Hafnarfjarðarkirkju
9. Ástjarnarkirkju
Eftir hlaup verður boðið upp á heitt kakó og veitingar í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju.
Verið öll velkomin!
Ábendingagátt