Kór Öldutúnsskóla heldur sína árlegu jólatónleika 8. desember. Gestur kórsins að þessu sinni er Sigurður Guðmundsson söngvari. Píanóleikari er Agnar Már Magnússon. Þema tónleikana er tileinkað friði, mannkærleik og jólaanda.
Miðaverð er 3000 krónur fyrir 11 ára og eldri.
Við óskum eindregið eftir því að yngri börn sitji í fangi forráðamanna á tónleikunum. Tónleikarnir verða teknir upp og vonumst við til að ná góðum upptökum. Fólk sem pantar miða, verður að geta þess ef þau koma með börn yngri en 11 ára sem taka sæti. Þannig fáum við yfirsýn yfir heildarfjölda.
Miðasala hefst 25. nóvember:
  • Miðar eru seldir fyrirfram og þá í gegn um netfangið koroldutunsskola@gmail.com
  • Miðar verða einnig seldir við innganginn ef húsrúm leyfir.

Sjá viðburð á Facebook.

Ábendingagátt