Byggðasafn Hafnarfjarðar opnar sýninguna Köldu ljósin föstudaginn 13. desember kl. 17. Öllum er boðið að vera viðstödd. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri mun opna sýninguna með stuttu ávarpi en opnunin er haldin í undirgöngunum við Hörðuvelli.

Opnunin er í tilefni af 120 ára afmæli fyrstu almenningsrafveitunnar á Íslandi.  Árið 1904 sigldi Jóhannes Reykdal til Noregs og keypti þar 9 kw. rafal til að rafvæða tréverksmiðjuna sína og í framhaldi af því fékk hann færa menn með sér í að leggja rafmagn í nokkur hús í bænum. Margir furðuðu sig á þessum ljósbera í kaldri glerkúlu og voru þau stundum kölluð köldu ljósin. 

Gott er að leggja bílum við Hörðuvallaleikskóla og ganga þeim megin að undirgöngunum.

Sjá nánar frétt um viðburðinn hér.

Ábendingagátt