Skapandi skynjunarganga fyrir börn og fjölskyldur þar sem við förum frá haga til fjöru í leik, könnun og tengingu við náttúruna. Með Planetu-leiðsögumönnum Joriku Trunda og Sigurði Frey Birgissyni verður lagt upp í ferð þar sem barnavænt umhverfi og ný nálgun á náttúrutengsl eru í fyrirrúmi.

📍 Gengið frá: Sundhöll Hafnarfjarðar
🌍 Skemmtileg, skynræn og fjölskylduvæn upplifun.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt