Sunnudaginn 10. nóvember kl. 15 stíga yfir 100 börn og ungmenni á stokk í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og flytja fjölbreytta tónlist frá barokktímanum á fjölskyldutónleikum í félagi við Kammerhópinn ReykjavíkBarokk.

Tónleikarnir eru sannkallað ferðalag um hljóðheim barokksins þar sem áheyrendur fá að heyra í mörgum spennandi hljóðfærum, 75 barna kór, einleikurum, einsöngvurum og samspilshópum. Tónleikarnir hefjast á Torginu í Tónlistarskólanum, færast svo yfir í Hásali og enda í Hafnarfjarðarkirkju.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Ekki missa af einstökum menningarviðburði!

Fram koma:
Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk
Nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
Kór Setbergsskóla
Barnakór Hafnarfjarðarkirkju
Drengjakór Reykjavíkur
Orgelkrakkar Tónskóla Þjóðkirkjunnar

Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju. Verkefnið Krakkabarokk á ferð og flugi er styrkt af Barnamenningarsjóði.

Ábendingagátt