Skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026 – 2038

Viltu hafa áhrif á framtíð Hafnarfjarðar? – Kynningarfundur í apótekinu Hafnarborg, fimmtudaginn 7. des. um svokallaða skipulagslýsingu, en hún gefur góða mynd af skipulagsáhrifum framtíðar í bænum.   Öllum gefst nú kostur á að koma á framfæri ábendingum og athugasemdum á þessu stigi en sveitarstjórn mun hafa þær til hliðsjónar við gerð lokatillögu aðalskipulagsins.

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 22. nóvember 2023 var samþykkt skipulagslýsing fyrir aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026 – 2038.

Skipulagslýsing inniheldur upplýsingar sem gefa skýra og góða mynd af skipulagsáformum og skipulagsferlinu og þar er jafnframt gerð grein fyrir hvernig verði staðið að umhverfismati við mótun tillögunnar.   Hérna er um eins konar framtíðarsýn að ræða sem gefur nokkuð skýra mynd að því hvernig uppbygging í Hafnarfirði verður háttað næstu ár.

Sveitarstjórn/skipulagsnefnd skal hafa hliðsjón af umsögnum og ábendingum sem henni berast frá almenningi og hagsmunaaðilum við gerð tillögunnar en á lýsingarstigi er ábendingum ekki svarað.

Skipulags og matslýsinguna má nálgast á skipulagsgátt

Einstaklingum, félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum er heimilt að koma á framfæri ábendingum við lýsinguna, sem jafnframt er aðgengileg á vef Hafnarfjarðarbæjar og í skipulagsgátt skipulagsstofnunar,  og skulu þær berast í síðasta lagi 15. janúar 2024 á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is og einnig er hægt að skila ábendingum í gegnum skipulagsgátt skipulagsstofnunar

Ábendingagátt