Nýtt deiliskipulag fyrir Gráhelluhraun – skógargarð í upplandi Hafnarfjarðar

Boðað er til kynningarfundar fimmtudaginn 23. nóvember kl. 17 í Apótekinu í Hafnarborg að Strandgötu  34 (gengið inn frá Strandgötu) þar sem skipulagshöfundur mun kynna áherslur og umfang deiliskipulagsins. Á fundinum gefst íbúum og öðrum áhugasömum tækifæri til að fara yfir tillöguna, ræða við skipulagshöfund og koma á framfæri sínum sjónarmiðum áður en sjálf tillagan fer í formlegt auglýsingaferli.

Allir velkomnir!

Gráhelluhraun – tillaga að deiliskipulagi skógargarðs – forkynning

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember síðastliðinn að kynna opinberlega tillögu að deiliskipulagi Gráhelluhrauns. Um er að ræða forkynningu en ekki formlega auglýsingu fullunnins deiliskipulags. Einstaklingum, félagasamtökum og öðrum hagsmunaaðilum er heimilt að koma á framfæri ábendingum við deiliskipulagstillöguna og skulu þær berast skriflega í síðasta lagi 21. desember 2023 á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is. Á forkynningarstigi er ábendingum ekki svarað en þar hafðar til hliðsjónar við fullnaðarmótun deiliskipulagstillögu sem svo verður auglýst.

Öllum athugasemdum við formlega auglýsta tillögu ber að svara skriflega.

Ábendingagátt