Hafnarfjarðarbær boðar til kynningarfundar í Bæjarbíói miðvikudaginn 12. júní kl. 17 í tengslum við nýtt samkomulag sveitarfélagsins við HS Orku um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Samhliða verða kynntar hugmyndir um auðlindagarð og mögulega uppbyggingu innviða á svæðinu. Hafnarfjarðarbær er eigandi Krýsuvíkur, sem er verðmætt útivistarsvæði og vinsæll áfangastaður ferðafólks, og verður áhersla lögð á að öll uppbygging falli vel að umhverfinu og að sérstaða svæðisins haldist og fái að njóta sín.

Dagskrá kynningarfundar

  • Kl. 17. Opnun – Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
  • Kl. 17:10. Jarðhitavinnsla í Krýsuvík  – staðsetning og staðreyndir um orkuverið. Ásbjörn Blöndal, framkvæmdastjóri þróunar- og auðlindasviðs HS Orku.
  • Kl. 17:30. Möguleikar og tækifæri sem fylgja orkuvinnslu í Krýsuvík –auðlindastraumar, útivist, vistvæn ferðaþjónusta og græn starfsemi. Axel Viðarsson, yfirverkefnisstjóri þróunar‑ og auðlindasviðs HS Orku.
  • Kl. 18. Lok fundar.

Fundarstjóri er Skarphéðinn Orri Björnsson, formaður skipulags- og byggingaráðs og formaður stýrihóps um uppbygginguna í Krýsuvík. Húsið opnar kl. 16:30.

Ávinningur samningsins er fjórþættur

  • Aukið orku- og heitavatnsöryggi fyrir höfuðborgarsvæðið og sérstaklega Hafnarfjörð.
  • Uppbygging innviða sem skapar aðdráttarafl fyrir þjónustuaðila og gesti svæðisins
  • Fjölbreytt tækifæri til uppbyggingar á atvinnustarfsemi í anda hringrásarhagkerfisins.
  • Krýsuvík sem fyrirmynd í samspili orkuvinnslu, ferðaþjónustu og náttúru.

Ítarlegri upplýsingar um samkomulagið

Fundurinn er öllum opinn og áhugasöm hvött til að mæta.
Fundurinn verður einnig í beinu streymi á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt