Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Boðað er til kynningarfundar um þróunaráætlun Hrauns Vestur og drög að tillögu að lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
Fimmtudaginn 23. maí 2024 verður kynningarfundur í Bæjarbíó um þróunaráætlun fyrir Hraun Vestur sem er heildarsýn fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Í þróunaráætluninni eru sett fram leiðarljós og stýrilínur fyrir framtíðaruppbyggingu svæðisins alls og er hún mikilvægt verkfæri inn í frekari skipulagsvinnu þó hún sé ekki bindandi skipulagsáætlun. Uppbygging á svæðinu mun gerast í áföngum og taka tíma. Skipulagsrammi þróunaráætlunarinnar er því sveigjanlegur og tekur mið af aðstæðum á hverjum reit/svæði fyrir sig. Framtíðarsýnin er í meginatriðum að svæðið fái að þróast og byggjast upp á grunni núverandi byggðar, forsendum þróunaráætlunarinnar og að frumkvæði einstakra lóðarhafa og hugmynda þeirra og þannig mun svæðið breytast með tímanum í fjölbreytta og góða byggð.
Samhliða hefur verið unnið að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og er þróunaráætlunin samofin þeirri vinnu. Í breytingu á Aðalskipulagi er fyrirhugað að breyta landnotkun á Hraun Vestur svæðinu úr athafnasvæði, verslunar- og þjónustusvæði og íbúðabyggð í miðsvæði. Þannig verður mögulegri framtíðaruppbyggingu á svæðinu breytt í blandaða byggð sem býður m.a. upp á fjölbreytta nýtingu svo sem búsettu og atvinnustarfsemi. Tillaga að lýsingu og breytingu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2015 verður auglýst síðar.
Viðburður á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar
Fundurinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg á vef bæjarins nokkrum dögum eftir fund.