Kynning á áherslum og umfangi breytinga á deiliskipulagi

Boðað er til kynningarfundar um breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum. Breytingin gerir ráð fyrir breyttri uppbyggingu á svæðinu til þess að bæta lífsgæði íbúa, fjölga íbúðum og búsetuúrræðum fyrir aldraða. Hún felur í meginatriðum í sér að bætt er við nýrri álmu hjúkrunarheimilis og þremur fjölbýlishúsum ásamt tengibyggingu. Breytingar verða m.a. á stærð lóðar, byggingarmagni, nýtingarhlutfalli, legu götunar Naustahleina og staðsetningu spennistöðvar.

Miðvikudaginn 12. febrúar í Hrafnistu

Fundurinn verður haldin miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16 í menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði, Hraunvangi 7, þar sem skipulagshöfundar munu kynna áherslur og umfang deiliskipulagsins. Deiliskipulagið Hleinar að Langeyrarmölum er sameiginlegt Hafnarfirði og Garðabæ.

Tillaga að breyttu deiliskipulagi – yfirlitsmynd af svæðinu í þrívídd

Tillaga að breyttu deiliskipulagi – yfirlitsmynd af svæðinu í þrívídd

 

Deiliskipulagið er sameiginlegt Hafnarfirði og Garðabæ

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 15. janúar 2025 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.  Samþykkt bæjarstjórnar Garðabæjar um að auglýsa breytinguna var afgreidd á fundi þeirra 5. desember 2024. Á kynningartíma frá 31. janúar til 17. mars 2025 má nálgast tillöguna á vef skipulagsgáttar.  Athugasemdum og/eða ábendingum skal skila rafrænt í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt