Þriðjudaginn 30. maí kl. 17 verður haldinn kynningarfundur að Norðurhellu 2, vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar er varðar reit R4, Víkingastræti 2.

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar
– reitur R4, Víkingastræti 2

Samkvæmt deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir niðurrifi byggingar á lóðinni Víkingastræti 2 er hýsir leikhús (Gaflaraleikhúsið) og að í hennar stað rísi nýbygging á lóðinni, 3 – 4 hæðir ásamt kjallara. Hámarksbyggingarmagn hótelnýbyggingar verði 3.510m². Í nýbyggingunni verði gert ráð fyrir allt að 65 hótelherbergjum, hún tengist núverandi hóteli og verði sama rekstrareining. Heimilt verði að reisa turn við anddyri nýbyggingar og svalir við öll hótelherbergi á 2., 3. og 4. hæð. Jafnframt er gerð tillaga að breytingu á lóðarmörkum lóða nr. 1, 2 og 3 við Víkingastræti og að þær verði sameinaðar í eina lóð. Gert verði ráð fyrir 21 bílastæði á sameiginlegri lóð. Kvöð verði um umferðar- og gönguleið.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. mars síðastliðinn að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Víkingastrætis 2. Fundargerð – liður 5 

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta

Ábendingagátt