Opið hús verður hjá Læk miðvikudaginn 18. september milli klukkan 13-15:30.

Heitt verður á könnunni og vöfflusala. Myndlistarsýning og handverk til sölu: Sápur, kort brjóstsykur, veifur, sulta og hannyrðir.

Lækur er athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Athvarfið stendur að Staðarbergi 6 og er aðstaðan hin glæsilegasta. Eitt helsta hlutverk Lækjar er að vera öruggur og góður vettvangur fyrir fólk með það fyrir augum að draga úr félagslegri einangrun, ýta undir samskipti við aðra og styrkja andlega og líkamlega heilsu þar sem allir fá að njóta sín.

 

Ábendingagátt