„Með sól í hjarta – ljósmyndasýning á LED skilti við Fjarðarkaup á Safnanótt. 

Í samstarfi við Fjarðarkaup og Ledbirtingu mun Fókus, félag áhugaljósmyndara, verða með myndasýningu á auglýsingaskilti Fjarðarkaupa á Safnanótt, 6. febrúar næstkomandi.

Þetta eru ljósmyndir Fókus félaga sem rúlla á auglýsingaskilti því sem staðsett er við bílaplan Fjarðarkaupa, þetta verður eins konar bílabíó, í byrjun hvers klukkutíma.

Sýningarnar hefjast klukkan: 18:00, 19:00, 20:00, 21:00, 22:00 og 23:00 og standa í 15 mínútur, svo eru þrjú korter með hefðbundnar auglýsingar. Í byrjun næsta klukkutíma hefst næsta 15 mínútna rennsli á myndunum að nýju og svo framvegis.

Við þökkum Fjarðarkaupum og Ledbirtingu fyrir þeirra góða stuðning.

Í leiðinni viljum við benda á ljósmyndasýningar sem Fókus er með í Ljósmyndasafni Reykjavíkur SKOTIÐ í Fókus 2026” . Þar verða sjö þemasýningar á árinu,  yfirstandandi sýning er “Hreyfing”. Við hvetjum fólk til að líta við á safninu.

Vonum að sem flestir njóti og gleðilega Safnanótt.

Fókus – félag áhugaljósmyndara.

Ábendingagátt