Minecraft HFJ
Intrix í samvinnu við Bókasafn Hafnarfjarðar býður enn og aftur upp á hið sívinsæla Minecraftnámskeið fyrir krakka á föstudegi í Vetrarfríi grunnskólanna.
Hinn geysivinsæli leikur Minecraft kann að virðast örlítið flókinn í fyrstu – hvernig passar þetta allt saman? Hvernig get ég búið til nýja hluti og efni? Hvernig forðast ég að springa í loft upp þegar Læðingur nær mér?!
Snillingarnir í Intrix eru mætt enn og aftur og bjóða krökkum frá 6-10 ára að koma og læra leikinn, hvort sem þau eru að stíga fyrstu skrefin eða þurfa smá hjálp við að leggja lokahönd á geimflaugina sína.
Þátttaka er bundin skráningu og fer hún fram á Bókasafninu eða í tölvupósti: bokasafn@hafnarfjordur.is. Takmörkuð sæti.
Ábendingagátt