Tónleikar Camerartica á Björtum dögum sunnudaginn 11. júní í Fríkirkjunni Hafnarfirði.

Það eru klassískir sumartónar sem hljóma á þessum tónleikum Camerarctica á bjartasta tíma ársins. Á efnisskránni er Kvartett op. 4 í c – moll fyrir klarinettu, fiðlu, víólu og selló eftir samtímamann Mozarts hinn sænsk-finnska Bernhard Henrik Crusell og einn af hinum margrómuðu strengjakvintettum Wolgangs Amadeus Mozarts. Kvintettinn sem fluttur verður á tónleikunum er í g – moll KV 516 og hefur tvær fiðlur, tvær víólur og selló innanborðs.

Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir kl.21.00. Aðgangseyrir er kr. 3.000. Miðasala á Tix.is og við innganginn.

Tónleikarnir taka u,þ,b klukkutíma og hefjast kl.21.00 miðaverð kr.3000.  Miðar við inngang og á tix.is. Ókeypis aðgangur fyrir nemendur !

Sjá nánar á Facebook

Flytjendur á tónleikunum Camerarctica eru:

Ármann Helgason klarinettuleikari
Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari
Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari
Svava Bernharðsdóttir víóluleikari
Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikari
Sigurður Halldórsson sellóleikari

Ábendingagátt