Myndlistin hefur alla tíð spilað stórt hlutverk í lífi Ómars.Ungur sótti hann ýmis námskeið og lærði um árabil hjá Bjarna Jónssyni, listmálara.

Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og einnig haldið einkasýningar víðsvegar um landið. Ómar starfar sem grafískur hönnuður og rekur eigið fyrirtæki ásamt konu sinni á því sviði. Utan vinnu sinnir hann myndlistinni af krafti og eru vatnslitir honum kærastir.

Hraðinn og spennan í vatns-litunum, eltingaleikurinn við ljósið, og hið óvænta heillar mig óendanlega, segir Ómar. Innblástur verkanna sækir hann í sitt nánasta umhverfi, meðal annars í atvinnulífið, en þó einkum náttúruna sem hefur ávallt verið hans helsta viðfangsefni

Sýningaropnun verður fimmtudaginn 12. desember 18:00-20:00 og allir velkomnir!

Aðrir opnunartímar:
Fös        13. des 15:00-20:00
Lau        14. des 14:00-18:00
Sun       15. des 14:00-18:00
Fös        20. des 16:00 -20:00
Lau        21. des 16:00-18:00
Sun        22. des 15:00-18:00
Mán       23. des 16:00-20:00

Viðburðurinn er styrktur af Menningar og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar.

——————————————

Art has always played a big role in Ómar’s life. As a young man, he attended various courses and studied for years with Icelandic artist Bjarni Jónsson.

He has participated in various group exhibitions and also held solo exhibitions across Iceland.

Ómar works as a graphic designer and runs his own business together with his wife in that field. Outside of work, he attends to his art where watercolours are his main focus and delight.

The speed and the excitement of watercolours, the chase for light and the unexpected fascinate me to no end, says Ómar. He draws inspiration for his works from his immediate environment, especially nature, which has always been his main subject.

Exhibition opening will be on Thursday, December 12th, 18:00-20:00 and everyone is welcome!

Other opening hours:
Friday December13th                 15:00-20:00
Saturday December 14th            14:00-18:00
Sunday December 15th              14:00-18:00
Friday December 20th                16:00-20:00
Saturday December 21st            16:00-18:00
Sunday December 22nd             15:00-18:00
Monday December 23rd             16:00-20:00

The event is sponsored by the Culture and Tourism Committee of Hafnarfjörður

Ábendingagátt