Námskeið með Hrafnhildi Helgadóttur, Gottmann Bring Baby Home kennara, þar sem farið verður yfir þær breytingar sem vitað er að bíði foreldra með tilkomu barns.

Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um tilfinninga- og streitustjórnun fyrir foreldra og mikilvægi góðra og öruggra tengsla í fjölskyldunni. Unnið verður með að efla nánd í parasambandinu og vita hvar hægt sé að leita eftir stuðningi fyrstu árin.
Ábendingagátt