Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar verða í Hásölum fimmtudaginn 4. desember og hefjast kl. 20:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina Nú koma jól.

Meðleikari á píanó verður Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Kristrún Helga Björnsdóttir leikur á þverflautu. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Sara Gríms.

Miðasala er við innganginn, miðaverð er 4000 kr. en ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Gestum verður boðið upp á kaffi og konfekt í tónleikahléi.

Ábendingagátt