Ný reiðhöll Sörla verður vígð miðvikudaginn 4. júní. Stutt formleg dagskrá verður í boði og reiðatriði í stórglæsilegri nýrri reiðhöllinni. Stefán Már Gunnlaugsson prestur og Sörlafélagi blessa húsið.

Verktaki hússins, Eykt, afhendir Hafnarfjarðarbæ húsið og í kjölfarið afhendir bæjarstjóri formanni Sörla það.

Húsið verður opið frá 17:00-19:00 og stendur það við Sörlaskeið 13.

Öll velkomin.

Ábendingagátt