Nú er komið að því að Nýsköpunarsetrið opnar dyr sínar enn á ný fyrir almenningi og í tilefni þess verður opið hús fyrir alla á milli 15:00-17:00.

Áhugasömum gefst tækifæri á að koma og sjá endurbætt hús, læra um starfsemina og margt fleira skemmtilegt. Léttar veitingar í boði.

Stutt formleg dagskrá hefst 15:20 þar sem forstöðukona Nýsköpunarsetursins býður alla velkomna og bæjarstjórinn segir nokkur orð.

Endilega látið sjá ykkur og fagnið þessum áfanga með Nýsköpunarsetrinu! 

Ábendingagátt