Þér og þínum er boðið í huggulega jólafögnuðinn okkar þann 22. desember. Fögnuðurinn hefst kl. 13:00 og stendur yfir til kl. 19:00 í fallega húsinu okkar við Lækinn.

Komið með börnin, fjölskyldu eða vini og eyðið streitulausum, notalegum og skemmtilegum eftirmiðdegi, þar sem jólaandi, sköpun og samvera mætast.

Dagskráin er fjölbreytt og öllum er velkomið að skoða rýmið, kynnast húsinu og taka þátt í hátíðlegum viðburðum dagsins.

Í Hreiðrinu verður sýnd jólamynd þar sem gestir geta notið afslappaðar stemningar í hlýju umhverfi. Í húsinu finnst innpökkunarborð þar sem gestir geta pakkað inn jólagjöfum sínum á
fallegan og skapandi hátt.

Í Tæknismiðjunni og Tilraunarsmiðjunni fer fram jóla- og kortasmiðja, þar sem allir geta látið sköpunarkraftinn njóta sín og
útbúið einstakar gjafir eða kort.

Heitt kakó og kaffi, piparkökur í Bollanum og jólatónlist sem ómar um ganga skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft. Listasýningar í húsinu standa enn yfir og Jólaland er opið fyrir alla gesti. Komið og finnið hlýjuna á köldum vetrardegi, njótið fagurs jóla umhverfis og fagnið jólunum með okkur í Nýsköpunarsetrinu.

Fjölskyldur og börn hjartanlega velkomin!

 

Menntasetrið er opið frá 9-22 alla virka daga.
Starfsemi Menntasetursis er eftirfarandi:
Nýsköpunarsetrið er opið 9-19 alla daga og Hreiðrið ungmennahús ásamt Músík við Lækin opin frá 14-22 alla virka daga

Ábendingagátt