Karlakórinn Þrestir tekur þátt í Björtum dögum með því að halda opna æfingu mánudaginn 5. júní kl. 20-22 í húsnæði sínu að Flatahrauni 21, 2. hæð. Þar ætlum við að æfa tvö lög eða svo og syngja þau síðan vel æfð í lokin. Þetta er gott tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig starfið fer fram í karlakór, bæði þá sem hafa hug á að syngja með okkur og alla aðra sem langar að sjá okkur vinna að því að geta flutt lag eftir æfingu. Hressing verður í boði fyrir viðstadda.

Ábendingagátt