Milli kl. 15:00 og 19:00 opnar tæknismiðjan í Nýsköpunarsetrinu dyr sínar fyrir öllum sem langar að hanna sína eigin jólapeysu. Með aðstoð starfsfólks og tækja eins og vínylskera og hitapressu getur þú búið til einstaka peysu – eða jafnvel skreytt taupoka eða annað bómullarefni.

Greitt er einungis fyrir efnivið, einnig má koma með eigin peysu eða flík til að skreyta.

Hlýtt og notalegt andrúmsloft, heitt á könnunni og góð stemning bíður þeirra sem vilja sameina sköpunargleði og jólaanda. Vertu með!

 

Menntasetrið er opið frá 9-22 alla virka daga.
Starfsemi Menntasetursis er eftirfarandi:
Nýsköpunarsetrið er opið 9-19 alla daga og Hreiðrið ungmennahús ásamt Músík við Lækin opin frá 14-22 alla virka daga

Ábendingagátt