Frá kl. 15:00 til 19:00 verða tæknismiðjan og tilraunarsmiðjan í Nýsköpunarsetrinu opin öllum sem vilja skapa sitt eigið jólaskraut. Hér færðu tækifæri til að hanna einstök skraut – hvort sem það er úr tré, plasti, vínyl eða öðru efni sem fangar jólaandann.

Þú getur nýtt þér þrívíddarprentara, laserskera eða vínylskera, eða einfaldlega gripið í pensil og skreytt á þinn hátt. Starfsfólkið á staðnum er ávallt tilbúið að leiðbeina og hjálpa hugmyndinni að verða að veruleika. Það er aðeins greitt fyrir efnivið, en með í pakkanum fylgir hlýleg jólastemning og sköpunargleði í loftinu.

 

Menntasetrið er opið frá 9-22 alla virka daga.
Starfsemi Menntasetursis er eftirfarandi:
Nýsköpunarsetrið er opið 9-19 alla daga og Hreiðrið ungmennahús ásamt Músík við Lækin opin frá 14-22 alla virka daga

Ábendingagátt