Memmm tvisvar í viku

Opni leikskólinn Memmm er tvisvar í viku þennan skólavetur. Tímarnir verða á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 10-12.

  • Hvar: Að Drekavöllum 9. Memmm verður ekki í skólabyggingunni sjálfri heldur að Leikvöllum sem er hús við Hraunvallaleikskóla.
  • Hvenær? Á mánudögum og fimmtudögum á milli kl 10-12.

Memmm morgnarnir eru reknir af Memmm Play, sem samanstendur af fagfólki sem hefur áhuga á velferð fjölskyldna á Íslandi. Þessi opni leikskóli stækkar heim foreldra og barna og hefur jákvæð og hvetjandi áhrif á öll þau sem eru heima með lítil börn.

Ábendingagátt