Opnun á nýju leiksvæði við Hvaleyrarvatn

Fimmtudaginn 27. júlí kl.13-14 verður formleg opnun á nýja leiksvæðinu við Hvaleyrarvatn, en framkvæmdir hafa staðið yfir í sumar .

Í samstarfi við hugmyndaríka íbúa bæjarins, var ákveðið að nefna nýja leikvöllinn Paradísarlundur. Það voru alls 44 tillögur sem bárust í nafnasamkeppnina. En þær fjórar tillögur sem Umhverfis- og framkvæmdaráð valdi, tengdust allar hugmyndinni, að Hvaleyrarvatn er eins og paradís á jörðu. Náttúruperla sem öll fjölskyldan getur notið allan ársins hring.
Svæðið sem um ræðir er í nágrenni grillaðstöðunnar og nýju bílastæðanna sem kláruð voru í fyrra. Framkvæmdin tengist uppbyggingu á svæðinu sem nær til Hvaleyrarvatns og Höfðaskógar. Þegar hefur stígur við vatnið verið lagaður, betri stæði eru komin við vesturenda vatnsins og nú nýr leikvöllur á þessu paradísarsvæði.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Ábendingagátt