Níu stöðva ratleikur prýðir nú svæðið við Hvaleyrarvatn. Ratleiknum við Hvaleyrarvatn er ætlað að gera göngu barnafjölskyldna í kringum vatnið enn líflegri og vekja athygli á áhugaverðum stöðum.

Níu stöðva ratleikur prýðir nú svæðið við Hvaleyrarvatn. Leikurinn er settur upp af Hönnunarhúsinu ehf. fyrir Heilsubæinn Hafnarfjörð. Maðurinn á bakvið hönnunina er Guðni Gíslason, sem ritstýrir meðal annars Fjarðarfréttum.

Ratleiknum við Hvaleyrarvatn er ætlað að hvetja til göngu í kringum vatnið og vekja athygli á áhugaverðum stöðum. Einnig að gefa foreldrum tækifæri á hressilegri samveru með börnum sínum. Leiðin frá fyrsta merki til þess níunda er um það bil 2,2 km og hringurinn í heild er um 2,7 km.

Nánar um ratleikinn hér

Ábendingagátt