Byggðasafn Hafnarfjarðar verður með opið í þremur húsum á Safnanótt.

Opið verður frá 18-22 í Pakkhúsinu, Sívertsen húsi og Beggubúð.

 

Í Pakkhúsinu

Boðið upp föndur, þar verður hægt að föndra sinn eiginn kíki og skoða safnið nánar með honum. Skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna.

Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur heldur erindið:

Álfabyggðir og bannhelgi í Hafnarfirði: Tengsl hjátrúar við náttúrusýn. 

Tónlistaratriði

Í Beggubúð verða ljósin slökkt og hægt að litast um í myrkrinu.

Í Sívertsen húsi  verða Annríki þjóðbúningar og skart að sýna baðstofuverkin. Þar er hægt að skoða þjóðbúninga og skart hjá hjónunum Guðrúnu Hildi Rosenkjær og Ásmundi Kristjánssyni.

 

Á Safnanótt opna allflest söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar fram á kvöld og bjóða gestum að upplifa sýningar og viðburði af ýmsu tagi. Þá taka menningarstofnanir Hafnarfjarðar – Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafnarborg – vel á móti gestum eins og vanalega með fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Frítt er inn á öll söfnin og alla viðburði í tilefni kvöldsins.

Ábendingagátt