Bókasafn Hafnarfjarðar opnar dyrnar á safnanótt!

Hvað er safn? Hvað er Bókasafn? Er þetta bara einhverskonar geimur, geymsla, rykfallin og grá? Hvaða tilgangi sinna slíkir staðir á okkar stafrænu öld?

Við erum svo mikið meira en geymsla.

Við hefjum leika kl 18:00 – þegar að Rakel Björk heldur barnatónleika, syngur og skemmtir yngstu kynslóðinni og verður með okkur um stund. Rakel Björk er styrkþegi menningarstyrks Hafnarfjarðarbæjar og vinnur að tónlistarviðburðum fyrir leikskólabörn.

19:30 hefst smiðja í galdratáknum fyrir fullorðna, leitt af listakonunni Otiliu Martin, sem er öllum opin og allt á staðnum.

Allt kvöldið leikum við okkur með græjurnar okkar: sýndarveruleika, bolapressun (komdu með bol og við skellum á hann merki!), barmmerkjavél, þrívíddarprentun og myndatökudróna, – og svo margt fleira! Opið í hljóðfærin, lestur og skemmtun!
Ábendingagátt