Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Safnanótt verður á sínum stað, fyrsta föstudag í febrúar! Húsið opnar kl 18:00 með kaffi, súkkulaði og rólegri stemmingu. Við verðum með borðspil á tónlistardeildinni og saumasmiðjan verður í boði á 2. hæð, þar sem Heimateymisfólk verður við vinnu. Smiðja ætluð yngri kynslóðinni verður frá 18:15 til 19:45, hentug fyrir litla putta sem vilja fá að potast í saumaskap. Efni á staðnum. Klukkan 19:30 mætir hljómsveitin LEA, skipuð af vinunum Katrínu, Láru og Ella sem kynntust í Menntaskóla í tónlist og hafa brallað ýmislegt saman síðan þá. Tónlist þeirra er innblásin af indípoppi og þjóðlagatónlist og leggur áherslu á persónulega og ljóðræna texta. Innblástur í lagasmíðina draga þau frá fólkinu í kringum sig og fagurri náttúru heimalandins. Tveir meðlimir sveitarinnar, Katrín og Lára, munu leika á gítarinn og syngja ný og eldri lög fyrir gesti og gangandi. Klukkan 20:10 fer svo í gang smiðja og aðstoð við eldri hönnuði og handavinnufólk í saumasmiðjunni – og öllum gefst tækifæri á að prófa handavinnu úr heimi sögulegrar klæðagerðar undir leiðsögn Hugrúnar Óskar, klæðskerameistara. Einnig verður plötumarkaður í gangi á neðri palli tónlistardeildar en við höldum áfram að koma gersemum í hendur nýrra eigenda, bæði plötum geisladiskum og bókum! Húsið lokar kl 22:00
Föndurstund alla mánudaga á bókasafninu þínu! Allur efniviður á staðnum, allir í góðu skapi og endalaust gaman. Komdu og vertu…
Sögulegur búningur, cosplay, brynjugerð, propsmaking – eða bara að hanna og skapa þinn eigin fatnað – við erum saman komin…
Vetrarhátíð 2026 Vetrarhátíð 2026 verður haldin dagana 5.–8. febrúar. Hún fer hátíðin fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð…
Safnanótt verður á sínum stað, fyrsta föstudag í febrúar! Húsið opnar kl 18:00 með kaffi, súkkulaði og rólegri stemmingu.…
Prinsessurnar okkar koma í heimsókn, spjalla, lesa sögur og föndra hálsmen og fínerí með okkur – efniviður á staðum og…