Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Föstudaginn 2. febrúar kl. 18-22 verður haldið upp á Safnanótt í Hafnarborg og því munu dyr safnsins verða opnar fram á kvöld, auk þess sem boðið verður upp á ýmsa viðburði, svo sem tónleika, hugleiðslu og leiðsögn um yfirstandandi sýningar. Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um dagskrá Hafnarborgar á Safnanótt.
18:00 Síðdegistónar í Hafnarborg Tríó Halla Guðmunds, kontrabassaleikara, mun koma fram á fyrstu tónleikum Síðdegistóna í Hafnarborg árið 2024 Tríó Halla sem hann kallar „Limp Kid Dances Tango“ skipa auk Haraldar, eða Halla Guðmunds, þeir Matthías Hemstock á trommur og slagverk og Andrés Þór á gítar. Á efniskránni verður ný tónlist eftir Harald Ægi sem gaf nýlega út plötuna Tango for One. Tónlistin er latínskotin en platan hefur hlotið mjög góðar viðtökur frá útgáfu.
19:30 Nidra-hugleiðsla Í Sverrissal Hafnarborgar, þar sem nú má sjá verk eftir Þór Sigurþórsson, verður boðið upp á leidda hugleiðslu með Önnu Jóhannesdóttur, jógakennara, þar sem hugað verður að jarðtengingu, tíma og innri ró. Á sýningunni vinnur listamaðurinn með fundið efni eins og tjaldhæla, klukkuvísa og dagblöð sem hafa sterka tengingu við stað og stund. Viðburðurinn hentar gestum á öllum aldri.
20:30 Leiðsögn um yfirstandandi sýningar Boðið verður upp á leiðsögn um yfirstandandi sýningar safnsins ásamt Aldísi Arnardóttur, forstöðumanni Hafnarborgar. Þá mun hún leiða gesti um sýningarnar Flæðarmál, þar sem litið er yfir feril Jónínu Guðnadóttur, og Vísa, þar sem sýnd eru ný verk eftir Þór Sigurþórsson.
Á Safnanótt býðst gestum Vetrarhátíðar að heimsækja um fimmtíu söfn og skoða fjölbreyttar sýningar á höfuðborgarsvæðinu, jafnframt því sem söfnin bjóða upp á lifandi og skemmtilega dagskrá. Þá taka menningarstofnanir Hafnarfjarðar, Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafnarborg, þátt eins og vanalega. Frítt er inn á öll söfnin og alla viðburði í tilefni kvöldsins.