Bókasafnið, Byggðasafnið og Hafnarborg opna dyr sínar fram á kvöld og bjóða upp á skemmtilega dagskrá á Safnanótt föstudaginn 2. febrúar frá kl. 18-22.

Frítt er inn á alla viðburði á Vetrarhátíð.

Bókasafn Hafnarfjarðar

  • Kl. 18:00 – Barnatónleikar með Mæju litlu Jarðarberi.
  • Kl. 18:00-21:00 – Galdratáknasmiðja með Otiliu Martin.
  • Kynningar á starfi safnsins, hljóðsaga, opið í djammhorninu, kynning á tækjakosti. 

Byggðasafn Hafnarfjarðar 

  • Kl. 18-22 – Pakkhúsið, Sívertsens-hús og Beggubúð opin. 
  • Kl. 18-22 – Ratleikur fyrir börn.
  • Kl. 18-22 – Annríki sýnir baðstofuverk í Sívertsens-húsi.
  • Kl. 19:30 – Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, flytur fyrirlesturinn „Máninn og myrkrið í íslenskum þjóðsögum“. 
  • Kl. 20:45 – Listahópurinn Klassík flytur íslenska og erlenda tónlist.

Hafnarborg 

  • Kl. 18:00-22:00 – yfirstandandi sýningar: Flæðarmál eftir Jónínu Guðnadóttur og Vísar eftir Þór Sigurþórsson. 
  • Kl. 18:00 – Síðdegistónar á Safnanótt: Tríó Halla Guðmunds – Tangó fyrir einn.
  • Kl. 19:30 – Nidra-hugleiðsla, í tengslum við sýningu Þórs Sigurþórssonar, Vísa, verður boðið upp á leidda hugleiðslu með jógakennara þar sem hugað verður að jarðtengingu, tima og innri ró. Viðburðurinn hentar gestum á öllum aldri.  
  • Kl. 20:30 – Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, leiðir gesti um yfirstandandi sýningar, Flæðarmál og Vísa. 
Ábendingagátt