Hátíðarhöld í Hafnarfirði á Sjómannadaginn 2. júní fara fram við Flensborgarhöfn. Við hvetjum Hafnfirðinga og gesti þeirra til þess að gera sér ferð niður að höfninni, sem bærinn er kenndur við, og njóta þess sem hún hefur upp á að bjóða.

Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar verður sem fyrr á Háabakka. Hægt verður að skoða af fiska og hryggleysingja, allt frá nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda. Einnig verður hægt að taka þátt í Listasmiðju fjölskyldunnar þar sem börn geta teiknað, klippt og litað sína eigin ævintýrafiska. 

Hafnarfjarðarhöfn býður upp á skemmtisiglingu á hálftíma fresti og Björgunarsveit Hafnarfjarðar setur upp björgunarleiktæki. Kajakar og árabátar verða tiltækir hjá siglingaklúbbnum Þyt og skemmtidagskrá fer fram við Flensborgarhöfn. Þar etja aflraunamenn kappi. Sterkasti maður Íslands verður krýndur í lok dags.

Hægt verður að nálgast hönnun og handverk hafnfirskra listamanna í hlýlegum verslunum og listagalleríum við höfnina. Vinalegir veitingastaðir og kósý kaffihús í nágrenni hafnarinnar verða opin en þau eru rómuð fyrir góðar veitingar.

Á Strandstígnum hefur verið komið fyrir nýrri ljósmyndasýningu Byggðasafnins og í Bungalowinu er sýningin Frá Bookless til Bæjarútgerðar um tímabil erlendu útgerðanna hér í bænum. Í Siggubæ er svo hægt að sjá sýnishorn frá heimili sjómanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.

Fögnum sjómannadeginum með heimsókn á höfnina!

Hátíðarhöld við Flensborgarhöfn á Sjómannadaginn sunnudaginn 2. júní kl. 13-17.

SJÓMANNADAGURINN

Hátíðardagskrá

  • Kl. 8:00 Fánar dregnir að húni á hátíðarsvæði við höfnina
  • Kl. 10:00 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu
  • Kl. 10:30 Blómsveigur lagður að minnisvarða við Víðistaðakirkju um horfna sjómenn
  • Kl. 11:00 Sjómannamessa í Víðistaðakirkju

Skemmtidagskrá við Flensborgarhöfn milli kl. 13-17

  • Skemmtisigling í boði Hafnarfarðarhafnar – lagt af stað á hálftíma fresti frá Óseyrarbryggju
  • Fiskasýning Hafrannsóknastofnunar á Háabakka. Sýnishorn af fiskum og hryggleysingjum. Allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda.
  • Sterkasti maður Íslands 2024! Aflraunamenn etja kappi við hrikalegar aflraunir og við hverja aðra á hátíðarsvæðinu við höfnina. Blönduð pressa kl. 13. Hönd yfir hönd kl. 14. Trukkadráttur kl. 15. Dekkjavelta kl. 16.
  • Tuk Tuk safnabíll Byggðasafns Hafnarfjarðar verður á Óseyrarbryggju með sýningu á leikföngum barna frá árunum 1950-1970.
  • Kaffisala unglingadeildarinnar Björgúlfs við Flensborgarhöfn. Björgunarsveit Hafnarfjarðar setur upp þrautabraut í sjó, rennibraut, fluglínutæki og koddaslag.
  • Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt. Kajakar og árabátar tiltækir og búningsaðstaða fyrir þá sem blotna.
  • Opið hús á fyrstu hæð Hafrannsóknastofnunar þar sem börn og fjölskyldur geta látið ímyndunaraflið ráða för í Listasmiðju fjölskyldunnar!
  • Kl. 13-14 Kappróðrarkeppni
  • Kl. 13-17 Viltu koma í sjómann? Brettu upp ermarnar og taktu sjómannsslag!
  • Kl. 13:00 DAS-bandið
  • Kl. 13:30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar marserar um hátíðarsvæðið og leikur við sviðspallinn
  • Kl. 14-16 Hafmeyjuprinsessa og sjóræningi verða á ferð um hátíðarsvæðið og heilsa upp á gesti
  • Kl. 14 Setning: Ávarp og sjómenn heiðraðir
  • Kl. 14-15 Tufti og tröllabörnin hans verða á ferð um hafnarsvæðið
  • Kl. 14:20 Verðlaunaafhending í kappróðri
  • Kl. 14:30 Mikki og Begga
  • Kl. 14:45 Mæja jarðaber
  • Kl. 15:00 Álfarnir Þorri og Þura
  • Kl. 15:30 Bolli og Bjalla
  • Kl. 16:00 Söng- og leikhópurinn Tónafljóð flytja ævintýralega tónlistarveislu
  • Kl. 16:30 BMX BRÓS verða með hjólasýningu
  • Björgunarsýning þyrlu Landhelgisgæslunnar og Björgunarsveitar Hafnarfjarðar
  • Matarvagnar: Silli Kokkur, Pop Up Pizza, 2Guys, Dons Donuts, Churros og Gastro Truck!
  • Kynnar dagsins eru þau Begga og Mikki.
    Beggu og Mikka þekkja eflaust flestir sem hafa fylgst með íslensku fjölskylduefni síðustu ár, en þar hafa þau getið sér gott orð. Þá hafa verið kynnar Skrekks, stjórnað spurningarþættinum Krakkakviss og séð um umsjón á Krakkaskaupinu.

Opnar vinnustofur listamanna, verslanir og veitingastaðir opnir

  • Kl. 13-17 Kaffihlaðborð Kænunnar á sínum stað með brauðtertum og tilheyrandi og sjávarréttasúpa í boði hússins
  • Kl. 13-17 Opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar, Strandgötu 90. Starfsemi Íshúss Hafnarfjarðar samanstendur af 30 verkstæðum og vinnustofum einyrkja og minni fyrirtækja í skapandi greinum. Flóran er afar fjölbreytt og meðal annars er í húsinu stunduð keramikhönnun, myndlist, vöruhönnun, ritlist, tréskipasmíði og gullsmíði. Opið verður á efri hæð Íshússins á Sjómannadaginn milli 13 & 17
  • Kl. 13-17 ÆGIR220, bar og verslunarrými opið á meðan hátíðarhöldunum stendur.
  • Opið í Ramba sem er verslun með sérvaldar hágæða hönnunar- og heimilisvörur, Fornubúðum 10.
  • Opið í SIGN Fornubúðum 12, þar sem fallegir skartgripir eru hannaðir og smíðaðir.
  • Opið hús í SVART HÖNNUNARSTÚDÍÓ, Fornubúðum 12. Print, teikningar, málverk og fleira til sölu.
  • Opið hús í Gára handverk, Fornubúðum 8. Fallegir handmótaðir leirmunir sex leirlistakvenna.
  • Skuggafall verður með fatamarkað! Fornubúðum 8. Merkjavara á góðu verði.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

  • Ljósmyndasýning á Strandstígnum: Brot af því besta! Bestu ljósmyndir safnkostsins frá árunum 1890-1980.
  • Pakkhúsið, Vesturgata 6, opið 11:00 – 17:00.
    Í Pakkhúsinu eru þrjár sýningar í gangi í einu. Í forsal safnsins er þemasýnigin Þorp verður bær; Hafnarfjörður 1960 – 1975. Gert er grein fyrir íbúafjölguninni á þessum árum og hvað það hafði í för með sér. Uppbygging nýrra hverfa, ný atvinnutækfæri, fjölgun skóla og bætt íþróttaaðstaða.
    Að vanda er föst sýning um sögu bæjarins frá landnámi til okkar daga og svo er á efstu hæð  leikfangasýning sem er sérstaklega ætluð börnum.
  • Bookless bungalow, Vesturgögu 32, er opið milli kl. 11:00 – 17:00. Ný og uppfærð sýning sem kallast Frá Bookless til bæjarútgerðar þar sem lögð hefur verið aukin áhersla á bæjarútgerðina. Á sýningunni má einnig sjá stássstofu Bookless-bræðra og fræðast um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrrihluta 20. aldar.
  • Siggubær, Kirkjuvegui10, er opinn milli kl. 11:00 – 17:00. Bærinn er varðveittur sem sýnishorn af heimili sjómanna í Hafnarfirði frá fyrri hluta 20. aldar. Þar má  upplifa og kynnast því hvernig alþýðufólk í bænum bjó á þeim tíma.

Hafnarborg, Strandata 34, opið frá 12:00 17:00.

  • Sýningin Í tíma og óótíma er í aðalsal Hafnarborgar.
    Á sýningunni er sjónum beint að margvíslegum birtingarmyndum tímans í verkum ‏þ‏‏riggja alþjóðlegra samtímalistakvenna, Örnu Óttarsdóttur, Amy Brener og Leslie Roberts. Tíminn er skoðaður í víðu samhengi, allt frá heimspekilegum vangaveltum um hugtak og eðli hans, til þeirrar persónulegu túlkunar á samtímanum sem einkennir verkin. Hugleiðingarnar um tíma fléttast á mismunandi hátt inn í verk ‏og vinnuaðferðir allra þriggja listakvennanna.
  • Í Sverrisal er einkasýningin Kassíópeia á verkum Guðnýjar Guðmundsdóttur.

Salernisaðstaða er í Siglingaklúbbnum Þyt, Íshúsi Hafnarfjarðar, Kænunni, við olíubryggjuna og Hafrannsóknastofnun.

Drónaflug er bannað á hátíðarsvæðinu.

Hafnarsvæðið verður lokað fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur: Frá Siglingaklúbbnum á Strandgötu 88, Fornubúðum frá Flensborgartorgi og Óseyrarbryggja frá Óseyrarbraut. Gestir eru hvattir til að leggja bílum löglega í bílastæði nálægt viðburðasvæðinu eða í miðbænum og ganga eða taka strætó.

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast.

Ábendingagátt