Árið 2025 eru hundrað ár liðin frá því að skátastarf hófst í Hafnarfirði. Í tilefni af þessum tímamótum hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sérstaka sýningu í safninu og auk þess ákveðið að efna til sérstakrar sögugöngu. Ólafur Jóhann Proppé skáti  leiðir gönguna um skátaslóðir í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 20:00 frá Byggðasafni Hafnarfjarðar. Áður en gangan fer af stað gefst gestum tækifæri á að skoða Skátasýninguna. Stoppað verður á allmörgum stöðum sem tengjast skátastarfi síðastliðin 100 ár. Gangan endar í Skátaheimilinu Hraunbyrgi og býðst göngufólki að skoða skátaheimilið, fræðast lítillega um skátastarfið eins og það er í dag og þiggja kakóbolla.

📍 Gengið frá: Gengið frá Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt