Sagan af kirkjum Hafnarfjarðar er saga samfélagsins sjálfs. Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir leiðir göngu sem tengir saman helgistaði og mannlíf, þar sem rætt er um félagsleg áhrif kirkjunnar, ungmennafélagsanda og samfélagsuppbyggingu. Fróðleg ganga sem veitir nýja sýn á hvernig guðshúsin mótuðu bæinn og íbúana.

📍 Gengið frá: Byggðasafninu við Vesturgötu
⛪ Sagnfræði, samfélag og innri ró í bland.

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur öll miðvikudagskvöld í sumar. Flestar göngurnar taka um klukkustund og hefjast kl. 20, nema annað sé tekið fram. Menningar- og heilsugöngur eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og Heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Ábendingagátt