Spunaspil fyrir 15-16 ára

Spunaspilarar hittast á fimmtudögum í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Húsið opnar klukkan 17:00 og hefst spilamennskan klukkan 18:00. Hópurinn er 15-16 ára. Öll velkomin alla fimmtudaga.

Hvað eru spunaspil?

Spunaspil er tegund af spilum þar sem þátttakendur setja sig í hlutverk annarrar persónu. Spilið gengur síðan yfirleitt út á að leysa hin ýmsu verkefni. Spilið fer fram með blöðum og blýöntum en sumir nota einnig teninga og sérstök spilaborð. Á þessum spilakvöldum er spilað undir handleiðslu spilameistar sem er Thorvald Michael. Spilað er á ensku og engin krafa um reynslu – Ef þú hefur áhuga, endilega komdu!

Hægt er að mæta eða hafa samband við ith@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt