Stóri plokkdagurinn verður haldin sunnudaginn 28. apríl 2024

Það verður í sjöunda sinn sem dagurinn er haldin hátíðlegur. Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á samfélagsmiðinum Facebook þar sem átta þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist. Það er ótrúlega magnað að rúmlega átta þúsund manns eigi þetta áhugamál. Plokk á Íslandi er að sjálfsögðu með meistaradeild sem æfir daglega og keppir allt árið um kring en líka með áhugafólk sem grípur í töngina á vorin og haustin eða sér um sitt svæði allt árið um kring.

Stóri Plokkdagurinn er dagur okkar allra

Öll eru hvött til að skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama. Hvetjum samfélagið okkar til að taka þátt, hvetjum vinnustaðinn okkar til að taka þátt, vinnufélaga, skólafélaga og nágrannana í götunni. Skipuleggjum minni viðburði þar sem við komum saman og plokkum svæði í nær samfélaginu okkar þar sem plast og pappi safnast saman í rokinu allann veturinn. Ef við áttum okkur á því hvaðan ruslið er að koma er ekki úr vegi að láta viðkomandi ábyrgðmenn vita. Ekki bara láta vita af því heldur biðja viðkomandi að ganga betur frá ruslafötum eða gámum því ósjaldan er uppruni rusl óásættanlegur frágangur á ruslaílátum.

Dagurinn í ykkar nágrenni

Hvernig getum við nýtt daginn í nágrenninu? Getur þú skipulagt eitthvað? Merki Stóra plokkdagsins er inn á plokk.is þar sem allir geta sótt það og notað það til að merkja sína viburði með. Þau ykkar sem hafið áhuga á enn meira samstarfi getið sent okkur fyrirspurn á plokk@plokk.is

Plokk er góð útivera, góð samvera og allir geta tekið þátt. Þetta er okkar umhverfi, þetta er okkar framtíð.

Vertu með á Stóra plokkdaginn

PLOKKUM

 • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
 • Einstaklingsmiðað
 • Hver á sínum hraða
 • Hver ræður sínum tíma
 • Frábært fyrir umhverfið
 • Fegrar nærsamfélagið
 • Öðrum góð fyrirmynd

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

 • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
 • Stofna viðburð eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
 • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng.
 • Klæða sig eftir aðstæðum.
 • Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
 • Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
 • Hringja eða senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
 • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.

Vefur Plokk á Íslandi 

Ábendingagátt