Sumardagurinn fyrsti í Hafnarfirði

Sumardeginum fyrsta 2025 verður fagnað með fjölbreyttum hátíðarhöldum um allan Hafnarfjörð!

 

Kl. 12 Víðavangshlaup Hafnarfjarðar í miðbæ Hafnarfjarðar

Upphitun hefst á Thorsplani kl. 12. Hlaupið verður eftir Strandgötu og skipt í aldursflokka að lokinni upphitun. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og skráning fer fram með því að mæta á staðinn. Sigurvegarar í flokkum fá bikara og allir keppendur verðlaunapeninga sem eru gefnir af Hafnarfjarðarbæ. Að hlaupi loknu kynnir frjálsíþróttadeild FH frjálsar íþróttir á Thorsplani. Þar verður hægt að prófa langstökk og kúluvarp. Strandgata verður lokuð fyrir bílaumferð meðan á hlaupinu stendur og þar til skrúðgangan leggur af stað á Víðistaðatún kl. 13:15.

 

Kl. 13-16 Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt, Strandgötu 88

Byrjendum og vönum siglingamönnum er boðið að sigla kayak (9 ára og eldri) eða árabátum. Þeir sem hafa reynslu geta siglt kænum ef veður leyfir.

Í allt sumar verður opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyt á fimmtudögum kl. 17 til 22 og laugardögum frá kl. 10 til 13. Öll velkomin.

Kl. 12:30 Kvartettinn Barbari á Bókasafni Hafnarfjarðar

Sú hefð hefur skapast að syngja inn sumarið á Bókasafni Hafnarfjarðar. Í ár er það Kvartettinn Barbari sem ætla syngja fyrir okkur.
Það verður kaffi á staðnum, meðlæti og vonandi sól og sumarylur og klárlega gleði og vorvindar á Bókasafni Hafnarfjarðar með þessa frábæru söngsveit á staðnum!

Kl. 13:15 Skrúðganga frá Thorsplani að Víðistaðatúni

Gengið verður frá Thorsplani út Strandgötu, gegnum Bæjartorg, inn Vesturgötu gegnum Merkurtorg, Vesturtorg og Flókatorg, Flókagötu og beygt inn Hraunbrún og upp Garðaveg og endað á Víðistaðatúni undir lúðrablæstri Lúðrasveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

 

Kl. 13:30-16:30 Fjölskyldudagskrá á Víðistaðatúni í umsjón skátafélagsins Hraunbúa

Skemmtileg og fjölbreytt skátadagskrá fyrir alla fjölskylduna á Víðistaðatúni og skátamiðstöðinni Hraunbyrgi. Kaffisala í Hraunbyrgi og söluhús á Víðistaðatúni þar sem til sölu verður ullarsykur, krap og popp og fleira.

  • Kassaklifur  
  • Klifurveggur 
  • Hægt að prófa að grilla sykurpúða og hike brauð við eldstæði  
  • Hoppukastalar  
  • Bátar á tjörninni  
  • Risastórt hengirúm
  • Víkingarnir í Rimmugýg bjóða upp á bogfimi og axarkast
  • Frisbígolffélag Hafnarfjarðar býður fólki að reyna fyrir sér í þessari ört stækkandi og skemmtilegu íþrótt

Kl. 16:00 BMX BRÓS á tennisvellinum á Víðistaðatúni

BMX BRÓS verða á tennivellinum á Víðistaðatúni með hjólasýningu fullri af gleði, húmor og áhættu!  

Hlökkum til að fagna sumarkomunni með ykkur HEIMA í Hafnarfirði! 

 

Ábendingagátt