Nú um helgina, 21.-22. júní, verður fyrri útisýningar helgi sumarsins haldin á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Skráning á sýninguna fór í hámark skráningu báða dagana. Dæmt verður í 12 sýningahringjum samtímis og hefjast allir dómhringir kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 15:15 báða daga. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17:30/18.

FRÍTT er inn á sýninguna í boði EUKANUBA og er því engin miðasala á staðnum, rósettusalan verður á sínum stað að venju meðan sýningunni stendur. Ýmsir sölu- og kynningabásar verða einnig á svæðinu ásamt matarvögnum.

Frekari upplýsingar á vef Hundaræktarfélags Íslands. 

Ábendingagátt