RIFF í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ standa fyrir Sundbíói.

Ekki láta þig vanta í rómantískasta Sundbíó RIFF frá upphafi, 5. febrúar!

Sundbíóið er einstök upplifun sem er hönnuð í kringum hina klassísku gamanmynd When Harry Met Sally (1989). Hér er ekki bara einstakt tækifæri til að sjá myndina á hvíta tjaldinu og það í Sundhöll Hafnarfjarðar heldur munu leikarar bregða sér á leik í hlutverkum persónanna og lifandi djasstónlist í anda myndarinnar mun óma um sundhöllina.

Líkt og undanfarið ár verður mikið lagt í upplifunina og gestir mega búast við óvæntum uppákomum. Takmarkaður miðafjöldi í boði svo tryggið ykkur miða sem fyrst. Hús opnar 18.00 en myndin hefst kl. 19.00. Miðasala fer fram á vefsíðu RIFF, riff.is

Sjáumst í Sundbíó RIFF!

Ábendingagátt