Ásvallalaug verður opin fram á kvöld og býður uppá skemmtilega dagskrá á Sundlauganótt fimmtudaginn 1. febrúar frá kl. 18-22.

Gestir í Ásvallalaug fá að upplifa einstaka kvöldstund þar sem ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi.

  • Kl.19:30 og 21 – Bombukeppni – Hver nær stærstu gusunni?
  • Kl.20 – Opin æfing hjá Görpunum í Sundfélagi Hafnarfjarðar
  • Kl.20 – BINGÓ með Evu Ruzu

Frítt verður í sund í Ásvallalaug frá klukkan 18:00 til 22.00 og í fjölmörgum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins. Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð – www.vetrarhatid.is – sem stendur yfir dagana 1. – 3. febrúar. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í hátíðinni. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri.

Ábendingagátt